ALLIR LESA

Gleðilegt lestrarár!

Allir lesa er komin í þróunargír og tökum við okkur hlé frá leik á meðan.
Ekki hætta samt að lesa, lestur er leikur sem má alltaf stunda. 

Við hvetjum alla krakka í 1. - 10. bekk til að vera með í Lestrarátaki Ævars sem stendur fram í mars 2018.

Kveðjur frá Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO

 

(English below)

Lestur gerir lífið skemmtilegra

Allir lesa – landsleikur í lestri gengur út á það að skrá lestur á einfaldan hátt. Þriðji landsleikurinn verður haldin á þorranum 2017, frá 27. janúar til konudagsins 19. febrúar. Keppt er í liðum og/eða sem einstaklingur og mældur sá tími sem varið er í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með verðlaunum og viðurkenningum, svo og sá einstaklingur sem ver mestum tíma í lestur á þessu tímabili. Einstaklingskeppnin er nýbreytni í ár svo nú verður í fyrsta sinn ljóst hver er aðal lestrarhestur landsins. Hver þátttakandi getur keppt bæði sem einstaklingur og í liði, eða valið aðeins annan kostinn.

Allar tegundir bóka eru gjaldgengar. Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók. Hér er átt við allar bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað. Lestu þér til ánægju um leið og þú keppir í lestri. 

Fyrir hvern er leikurinn?

Allir geta myndað lið, til dæmis á vinnustaðnum, í saumaklúbbnum, vinahópnum eða með fjölskyldunni. Foreldrar sem lesa fyrir ung börn sín eru sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum og skrá lesturinn. Einn aðili, liðsstjórinn, stofnar lið inni á vefnum og bætir öðrum liðsmönnum í liðið. Aðrir geta einnig fundið liðið og gengið í það. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar.

 Aðstandendur Allir lesa eru: Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco.

Samstarfsaðilar eru Heimili og skóliMennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.

- Notkunarskilmálar Allir lesa- (pdf)

Hafðu samband við allirlesa@allirlesa.is. 

Ready, Steady, Read! 

Allir lesa – or Ready, Steady, Read! is a national game of reading. People of all ages, all over Iceland, can compete in this simple and fun game. The last game started on January 27, 2017 and ended on February 19th.
You can compete in a team, as an individual, or both. The game is simple, you register on the web and list the time spent reading. Instructions are in Icelandic, but we encourage people of all languages to take part and you can of course read books in whichever language you want. Form or join a team with your family, work colleagues or friends and cuddle up with a book during the dark time of Þorri. The teams and individual that spend the most time reading during the game period will be rewarded with prizes. 

Algengar spurningar 

Hverjir mega taka þátt?

Allir lesa er, eins og nafnið gefur til kynna, öllum opið. Hver sem er getur fundið sér lið og tekið þátt. Einnig er hægt að keppa sem einstaklingur. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur. 

Hvernig skrái ég mig?
Á forsíðu er smellt á hnappinn „Innskráning“, sem er efst í hægra horninu. Við nýskráningu þarf að skrá inn kennitölu, netfang og sveitarfélag. Annað kemur sjálfkrafa frá Facebook, ef sá möguleiki er notaður (gott að ganga úr skugga um hvort netfangið þitt er rétt skráð á Facebook).

Hverjir sjá það sem ég skrái?
Þú sérð það bara sjálf/sjálfur. Allar upplýsingar í lestrardagbókinni eru dulkóðaðar og einungis aðgengilegar viðkomandi notanda, nema þú ákveðir að deila því sjálf/ur á samfélagsmiðlum. Ef þú ert í liði sér liðsstjórinn hvað þú lest.

Um hvað er keppt?
Allir lesa er landsleikur í lestri þar sem hópar skrá sig til leiks og keppast um að verja sem mestum tíma í lestur. Það er tíminn sem fer í lestur sem gildir, ekki blaðsíðufjöldi.

Hvað má lesa?

Allur lestur er tekinn gildur, hvort sem lesin eru skáldverk, fræðibækur, myndasögur, tímarit eða hvað annað. Ekki skiptir máli á hvaða formi lesefnið er – prentaður texti, rafbækur og hljóðbækur hafa jafn mikið vægi. Einnig getur þú skráð þann tíma sem þú verð í að lesa fyrir aðra.


Í hvaða flokkum er keppt?
Bæði er hægt að keppa sem einstaklingur og hluti af liði.
Keppnisflokkar liðakeppninnar eru tveir:

·    Vinnustaðaflokkur
·    Opinn flokkur

 

Hvað varð um skólaflokkinn?
Ákveðið var að leggja aukna áherslu á fjölskyldulið og taka um leið ábyrgðina af herðum kennara. Eftir sem áður hvetjum við skóla eindregið til að vekja athygli á landsleiknum, hvetja eldri nemendur til að stofna lið og skapa rými fyrir yndislestur.

Hvernig skrái ég mig í lið?
Best er að athuga fyrst innan vinnustaðar hvort einhverjir hafi þegar skráð sig til leiks og ef svo er getur þú bæst í hópinn með þeim. Ef enginn hefur skráð sig til leiks getur þú tekið að þér að vera liðsstjóri og hvatt þína samstarfsmenn til þess að taka þátt. Til þess að skrá þig til leiks, og jafnframt liðið, smellir þú á „Innskráning“ efst í hægra horninu. Fyrst stofnar þú aðgang fyrir þig og síðan stofnar þú liðið. Því næst fyllir þú inn þær upplýsingar sem beðið er um og vistar.

Hver liðsmaður skráir sig svo á vefinn og í liðið eða liðsstjórinn skráir inn liðsmenn.

Getur liðsstjóri skráð lestur fyrir liðið sitt?
Já, hann getur það, en hver og einn liðsmaður getur líka skráð eigin lestur í liðinu.


Get ég skráð þann tíma sem ég les fyrir barnið mitt?
Já, það má skrá allan þann tíma sem maður les fyrir aðra, og sömuleiðis þann tíma sem maður hlustar á aðra lesa. Það er því tilvalið að fólk lesi hvert fyrir annað - nokkurs konar baðstofulestur. 

Hvernig er liðum raðað í sæti?
Keppt er um lengsta tímann sem fer í lestur, hlutfallslega miða við heildarfjölda liðsmanna. Ef smellt er á „Staða“ birtast allir flokkarnir og undir hverjum flokki efstu liðin hverju sinni. Til að skoða öll lið í hverjum flokki skal smella á “Sjá allt”. Heildartími er meðaltal þess tíma sem liðsmenn hafa varið í lestur, deilt með fjölda í liðinu.

 

Leikreglur eru fáar og einfaldar og við treystum því að þátttakendur séu heiðarlegir í sinni skráningu.

Hafðu samband

Leikreglur ALLIR LESA

Liðakeppni (landsleikurinn) stendur frá  27. janúar til 19. febrúar. Skráning liða hefst á vefnum 15. janúar.

Hverjir mega taka þátt?

Allir lesa er fyrir alla og þess vegna er öllum frjálst að taka þátt.

Hvaða bækur má skrá?

Það skiptir engu máli hvað þú ert að lesa, hvort sem það eru ljóð, sögur, fræðibækur, tímarit eða eitthvað annað til gagns eða gamans - allur lestur er gjaldgengur. Það skiptir heldur ekki máli af hvaða miðli þú lest, þú getur skráð prentaðan texta jafnt sem rafbækur og hljóðbækur, á hvaða tungumáli sem er. 

Hverjir geta tekið þátt í landsleiknum?

Allir geta tekið þátt í landsleiknum. Kepptu sem einstaklingur eða stofnaðu lið (3-50 liðsmenn) með fjölskyldunni, vinunum, skólafélögunum, vinnufélögunum  eða með hverjum sem er. Þú getur líka ákveðið að stofna hóp í kringum eitthvað sem þú hefur sérstakan áhuga á, svo sem uppáhaldsbækur, kvikmyndir, tónlist, ferðalög, mat eða hvað annað sem er. 

Leiktu með

Hér fyrir neðan getur þú fundið skemmtilegt efni og skráningarblöð sem hægt er að prenta út og hengja upp á t.d. kaffistofunni eða nýta í tengslum við Allir lesa - landsleik í lestri.

Hér er bókabingó

Hér er veggspjald

Hér er skráningarblað

Hér er viðurkenningarskjal - lið

 

Hvernig virkjum við liðið okkar

Next

Vinsælustu titlarnir

 1. TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir
 2. AflausnYrsa Sigurðardóttir
 3. SkilaboðaskjóðanÞorvaldur Þorsteinsson
 4. Heiða fjalldalabóndiSteinunn Sigurðardóttir
 5. SvartalognKristín Marja Baldursdóttir
 1. Harry Potter og viskusteinninnJ.K. Rowling
 2. Rigning í OslóHarald Skjönsberg
 3. VítahringurKristín Steinsdóttir
 4. Elsku Drauma mínVigdís Grímsdóttir
 5. PetsamoArnaldur Indriðason
Sjá meira
Next

Lestur eftir Búsetu

Nafn Lestur
Strandabyggð 53,4 klst
Fjallabyggð 49,4 klst
Dalabyggð 46,3 klst
Dalvíkurbyggð 44,7 klst
Blönduóssbær 33,1 klst

Lestur eftir kyni

Sjá meira
Next

Lið

 1. Þau þrjú 270,3 klst
 2. Hænesen 218,0 klst
 3. Við 215,7 klst
 4. Láki og félagar 147,1 klst
 5. Lestrarmæðgur 137,8 klst
 1. Stjórnsýsluhúsið, Miðbraut 11, Búðardal 128,6 klst
 2. Lespíu- og peyjaliðið 127,4 klst
 3. Drekabanar 112,6 klst
 4. Þrennan 104,4 klst
 5. Vonarpeningur Safnahúss Vestmannaeyja 102,6 klst
Sjá meira
Next

Lestur eftir aldri

 1. 0-15 ára - 13.173,1 klst
 2. 16-29 ára - 4.501,5 klst
 3. 30-39 ára - 6.486,6 klst
 4. 40-49 ára - 8.153,1 klst
 5. 50-59 ára - 7.128,6 klst
 6. 60-69 ára - 5.778,9 klst
 7. 70+ ára - 2.768,7 klst
Next

Hvað lesum við?

 1. Skáldsögur - 13.355,5 klst
 2. Barnabækur - 11.759,5 klst
 3. Spennusögur - 7.568,3 klst
 4. Annað - 5.794,9 klst
 5. Fræðibækur - 3.443,5 klst
 6. Ævisögur - 2.875,5 klst
Sjá meira
Next